![Toppliðið Jóhannes Berg fór mikinn í liði FH í gærkvöldi.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/1414a099-825d-4449-b83e-2b93bb4d601a.jpg)
Toppliðið Jóhannes Berg fór mikinn í liði FH í gærkvöldi.
— Morgunblaðið/Óttar
Íslandsmeistarar FH eru komnir í toppsæti úrvalsdeildar karla í handknattleik eftir sigur á Fjölni, 38:22, í 17. umferðinni í Grafarvogi í gærkvöldi. FH er í efsta sæti með 25 stig en Fjölnir er í því neðsta með 6. FH-ingar voru mun betri allan leikinn, og sérstaklega í síðari hálfleik. Jóhannes Berg Andrason fór mikinn í liði FH en hann skoraði níu mörk. Daníel Freyr Andrésson varði þá 16 af þeim 34 skotum sem hann fékk á sig. Fjölnismegin skoraði Björgvin Páll Rúnarsson mest eða sjö mörk.