![Anya Taylor-Joy leikur ástleitna leyniskyttu í kvikmyndinni The Gorge eftir Scott Derrickson.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/eac01e38-edd7-4ec7-9845-0eb70a94da51.jpg)
Anya Taylor-Joy leikur ástleitna leyniskyttu í kvikmyndinni The Gorge eftir Scott Derrickson.
— AFP/Etienne Laurent
Víti Í nýjustu kvikmynd leikstjórans Scotts Derricksons, The Gorge, fá tvær framúrskarandi leyniskyttur það hlutverk að vakta hlið vítis og koma í veg fyrir að ófreskjur skríði froðufellandi inn í mannheima. Skytturnar, sem Anya Taylor-Joy og Miles Teller leika, fá úthlutað sínum útsýnisturninum hvor og stytta sér stundir með því að daðra hvort við annað úr fjarska án þess að búa að talbúnaði. Þá kemur gamli góði kíkirinn sér vel. Já, við erum að tala um eins konar hryllingsspennuástarsögu. þvert á svið, sem finna má á Apple TV+.