Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Niðurstaðan er auðvitað mikil vonbrigði fyrir Aldísi og afturför fyrir jafnréttismál og skyldu atvinnurekanda til að jafna stöðu kynjanna á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Erna Guðmundsdóttir, lögmaður dr. Aldísar G. Sigurðardóttur, lektors við Háskólann í Reykjavík. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu nýverið að ekki hefði verið um mismunun að ræða á grundvelli kyns, þegar ráðherra skipaði Ástráð Haraldsson í embætti ríkissáttasemjara 2023 og gekk fram hjá Aldísi. Erna rak mál Aldísar fyrir kærunefndinni.
Segir hún í samtali við Morgunblaðið að Aldís geri ýmsar athugasemdir við niðurstöðuna og að hennar mati skauti nefndin fram hjá mjög mörgum mikilvægum atriðum sem lög um jafna stöðu karla og kvenna kveða á um, sem og dómafordæmum í jafnréttismálum.
„Með ólíkindum er að kærunefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu
...