„Við getum ekki gefið það út. Það eina sem við getum gert er að staðfesta að erindið hafi borist og við munum taka það til athugunar,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Morgunblaðið
Ólafur Þór Hauksson
Ólafur Þór Hauksson

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Við getum ekki gefið það út. Það eina sem við getum gert er að staðfesta að erindið hafi borist og við munum taka það til athugunar,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður hvernig brugðist yrði við erindi Samtaka skattgreiðenda sem sent var embættinu fyrr í vikunni, en þar var þess krafist að meint brot þeirra stjórnmálasamtaka sem fengið hafa ofgreidda fjárstyrki úr ríkissjóði yrðu rannsökuð. Þess var og krafist að héraðssaksóknari beitti þeim úrræðum sem lög um meðferð sakamála kveða á um, komi í ljós að refsilög hafi verið brotin.

Hann kvaðst ekkert geta sagt til um hvenær ákvörðunar embættisins um hver afdrif erindisins yrðu væri að vænta. Það færi eftir verkefnastöðu hjá

...