Það hefði kannski verið ráð að bjóða Degi B. Eggertssyni gestasæti við borðið til að veita oddvitunum almennilega ráðgjöf.
Katrín Jakobsdóttir og Dagur B. Eggertsson búa bæði yfir ótvíræðum leiðtogahæfileikum og hafa laðað ólíkt fólk til samstarfs, eins og dæmin sýna.
Katrín Jakobsdóttir og Dagur B. Eggertsson búa bæði yfir ótvíræðum leiðtogahæfileikum og hafa laðað ólíkt fólk til samstarfs, eins og dæmin sýna. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Í störfum sínum sem forsætisráðherra sýndi Katrín Jakobsdóttir ótvíræða leiðtogahæfileika. Þegar hún hvarf úr stóli forsætisráðherra leið ekki á löngu þar til ríkisstjórn Vinstri-grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hvarf einnig á braut. Eins og svo margoft hefur verið haft á orði var Katrín límið í samstarfinu.

Stjórnmálin eru óneitanlega fátæklegri vegna brotthvarfs Katrínar. Afburðamanneskjur eru ekki á hverju strái í stjórnmálaflórunni. Katrín hefði sómt sér vel sem forseti Íslands, en helst voru það villtir vinstrimenn sem komu í veg fyrir að svo varð. Þeir vildu víst frekar kjósa Dale Carnegie-forseta, sem hefur náð litlum tökum á starfinu.

...