Það hefði kannski verið ráð að bjóða Degi B. Eggertssyni gestasæti við borðið til að veita oddvitunum almennilega ráðgjöf.
![Katrín Jakobsdóttir og Dagur B. Eggertsson búa bæði yfir ótvíræðum leiðtogahæfileikum og hafa laðað ólíkt fólk til samstarfs, eins og dæmin sýna.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/c4e3b2b6-7228-4e3a-b04e-dd7cbd2f8d15.jpg)
Katrín Jakobsdóttir og Dagur B. Eggertsson búa bæði yfir ótvíræðum leiðtogahæfileikum og hafa laðað ólíkt fólk til samstarfs, eins og dæmin sýna.
— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sjónarhorn
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Í störfum sínum sem forsætisráðherra sýndi Katrín Jakobsdóttir ótvíræða leiðtogahæfileika. Þegar hún hvarf úr stóli forsætisráðherra leið ekki á löngu þar til ríkisstjórn Vinstri-grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hvarf einnig á braut. Eins og svo margoft hefur verið haft á orði var Katrín límið í samstarfinu.
Stjórnmálin eru óneitanlega fátæklegri vegna brotthvarfs Katrínar. Afburðamanneskjur eru ekki á hverju strái í stjórnmálaflórunni. Katrín hefði sómt sér vel sem forseti Íslands, en helst voru það villtir vinstrimenn sem komu í veg fyrir að svo varð. Þeir vildu víst frekar kjósa Dale Carnegie-forseta, sem hefur náð litlum tökum á starfinu.
...