Körfuboltamaðurinn Björn Kristjánsson tók skóna fram að nýju undir lok síðasta árs eftir tveggja ára hlé sem hafði ekki komið til af góðu. Nýrnasjúkdómur sem Björn greindist með árið 2017 leiddi að lokum til nýrnabilunar árið 2022 og þurfti hann að hætta nokkuð skyndilega í nóvember það ár
Samherjar Kristófer Acox og Björn Kristjánsson eigast við í leik Vals og KR fyrir fjórum árum. Þeir voru áður samherjar hjá KR og eru það nú hjá Val.
Samherjar Kristófer Acox og Björn Kristjánsson eigast við í leik Vals og KR fyrir fjórum árum. Þeir voru áður samherjar hjá KR og eru það nú hjá Val. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Körfubolti

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Körfuboltamaðurinn Björn Kristjánsson tók skóna fram að nýju undir lok síðasta árs eftir tveggja ára hlé sem hafði ekki komið til af góðu. Nýrnasjúkdómur sem Björn greindist með árið 2017 leiddi að lokum til nýrnabilunar árið 2022 og þurfti hann að hætta nokkuð skyndilega í nóvember það ár.

„Það er mjög gott að vera kominn aftur, ég get ekki logið til um það. Það er spennandi,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið. Hann lék fjóra leiki með KR í úrvalsdeildinni í desember og janúar á þessu tímabili og skipti svo nýverið til Íslandsmeistara Vals.

„Það hefur gengið ágætlega að koma sér aftur af stað. Þetta er svolítið upp og niður. Ég var búinn að vera lengi frá

...