„Þetta er vel ígrundað verkefni sem við getum notið góðs af. Hér er ekki um massatúrisma eða átroðning að ræða og við sjáum gríðarleg tækifæri í þessu,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra
![Fegurð Explora-hótelið verður byggt í Tindfjallahlíð sem er efst til vinstri á myndinni. Útsýnið verður einstakt.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/64ec5253-69ef-4e51-9c01-5f96f85c21b7.jpg)
Fegurð Explora-hótelið verður byggt í Tindfjallahlíð sem er efst til vinstri á myndinni. Útsýnið verður einstakt.
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er vel ígrundað verkefni sem við getum notið góðs af. Hér er ekki um massatúrisma eða átroðning að ræða og við sjáum gríðarleg tækifæri í þessu,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.
Þekkt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ævintýraferðamennsku undirbýr nú byggingu lúxushótels í Fljótshlíð. Fyrirtækið Explora hefur fengið samþykkt deiliskipulag fyrir jörðina Tindfjallahlíð sem áður var í landi Barkarstaða. Hótelið verður reist á einstökum stað með óhindruðu útsýni um sveitina.
Fremst á sínu sviði
Tindfjallahlíð er tæpir 38 hektarar og hófst vegagerð á jörðinni síðasta haust. Lokið verður við hana í vor. Gert er ráð fyrir tveimur
...