![](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/5156fd43-6b17-4c90-be25-91e8e07123d2.jpg)
Fyrir fáeinum misserum, meðan Lola Young var að ganga gegnum erfið sambandsslit, settist hún niður í herberginu sínu og samdi lítið lagt. Hvernig er betra að gera þungar tilfinningar upp en einmitt með því að semja sig frá þeim? „Sambandið var á enda og þetta var lúkningin af minni hálfu,“ segir söngkonan í samtali við Variety.
Síðan rölti hún með lagið til útgefanda síns, Island Records, sem leist vel á smíðina og þótti hún tilvalin á aðra breiðskífu Young, This Wasn’t Meant for You Anyway. Fínn hluti af heild, ekkert meira, ekkert minna. Platan átti að koma út vorið 2024 en menn byrjuðu að tína smáskífurnar út strax haustið 2023, eina af annarri, eins og gert er til að kynda undir breiðskífunni. Og veðjað var strax á litla sambandsslitalagið? Nei, ekki aldeilis. Ekki bara ein og ekki bara tvær, heldur fimm smáskífur komu út á undan því ágæta lagi.
...