Helgi S. Gunnarsson, byggingarverkfræðingur og fyrrverandi forstjóri Heima/Regins, telur að mikil eftirspurn verði eftir atvinnu- og verslunarhúsnæði á Korputúni. Meðal annars sé farið að þrengja að stærra atvinnuhúsnæði í eldri hverfum
![Korputún Svæðið er norðan við Korputorg og vestan við Úlfarsfell.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/81e69789-761b-48fa-98c4-7f1baff56e8f.jpg)
Korputún Svæðið er norðan við Korputorg og vestan við Úlfarsfell.
— Teikning/ONNO
Baksvið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Helgi S. Gunnarsson, byggingarverkfræðingur og fyrrverandi forstjóri Heima/Regins, telur að mikil eftirspurn verði eftir atvinnu- og verslunarhúsnæði á Korputúni. Meðal annars sé farið að þrengja að stærra atvinnuhúsnæði í eldri hverfum.
Fjallað var um áformin á Korputúni í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Svæðið er á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur og þar er áformað að byggja um 90 þúsund fermetra af verslunar- og atvinnuhúsnæði.
„Ég þekki svæðið vel og hef fylgst með þessu verkefni lengi. Mér finnst þetta gott framtak og tel að þetta sé það sem vanti á markaðinn vegna þess að stór fyrirtæki geta komið sér fyrir og haft nóg pláss í stóru húsnæði. Svæðið er líka mjög vel tengt öllum aðkomuleiðum. Það
...