Breiðholtsskóli Starfsfólk skólans sendi frá sér yfirlýsingu í gær.
Breiðholtsskóli Starfsfólk skólans sendi frá sér yfirlýsingu í gær. — Morgunblaðið/Karítas

Starfsfólk Breiðholtsskóla sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar úrræðaleysi stjórnvalda vegna ástandsins í skólanum. Kallar starfsfólkið eftir tafarlausum úrbótum á hvernig ráða eigi við aukið ofbeldi meðal nemenda.

Segir í yfirlýsingunni að börnin í skólanum líði fyrir það á meðan stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi. „Samfélagslegur kostnaður verður aðeins sífellt hærri og við starfsfólkið upplifum daglega ábyrgðar- og skilningsleysi ráðamanna,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.

Erfitt ástand er nú í skólanum, sem rakið er til þess að fimm drengir beiti nú aðra nemendur ítrekað ofbeldi af ýmsum toga. Heimildir Morgunblaðsins herma að hluti drengjanna sé frá Mið-Austurlöndum og einn íslenskur og að kvartað hafi verið undan aðstæðum þeirra til barnaverndar. » 2