Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi á dögunum sýningar Kennedy Center sem hann viðurkennir þó að hafa aldrei séð. Þetta kemur fram á fréttamiðlinum OperaWire þar sem einnig segir að hann hafi nú þegar skipað sjálfan sig í embætti stjórnarformanns miðstöðvarinnar
Nýr stjórnarformaður Trump skipaði sjálfan sig í stjórn Kennedy Center.
Nýr stjórnarformaður Trump skipaði sjálfan sig í stjórn Kennedy Center. — AFP/Allison Robbert

Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi á dögunum sýningar Kennedy Center sem hann viðurkennir þó að hafa aldrei séð. Þetta kemur fram á fréttamiðlinum OperaWire þar sem einnig segir að hann hafi nú þegar skipað sjálfan sig í embætti stjórnarformanns miðstöðvarinnar. Í lögum Kennedy Center er ekkert sem bannar slíkt þó ekki séu til fordæmi fyrir slíku í sögu rekstursins. Miðstöðin er styrkt með árlegum fjárveitingum frá ríkinu sem nota á til viðhalds byggingarinnar en það framlag nemur um 16% af heildarrekstrinum. Þegar forsetinn var inntur eftir hvers vegna hann hefði skipað sjálfan sig í fyrrnefnt embætti svaraði hann því til að hann vildi ganga úr skugga um að miðstöðin yrði almennilega rekin.

„Við þurfum ekki vekni (e. woke) í Kennedy Center. […] sumar sýningarnar voru svo hræðilegar að það er til háborinnar skammar að þær hafi verið settar upp. Ég verð því þarna þar til þetta verður komið í lag,“ sagði forsetinn.