Ólafur Þór Jóhannsson fæddist 6. apríl 1954. Hann lést 2. febrúar 2025. Útför hans fór fram 13. febrúar 2025.

Á nánast augabragði veiktist Óli, okkar kæri bekkjarbróðir, og lést degi síðar, án þess að læknar fengju nokkuð við ráðið. Þvílíkt reiðarslag og sorg þegar svo ótímabærar fréttir berast, en staðreynd sem ekki verður breytt. Óli var alltaf svo líflegur og hress, ímynd hreystinnar, frá okkar fyrstu kynnum.

Fyrir tæpri hálfri öld myndaðist afar samstæður bekkur á 1. ári við Kennaraháskóla Íslands. Rúmlega 20 nemendur voru saman í A bekk, stúlkur í góðum og ráðandi meirihluta, ásamt undirrituðum og nokkrum Laugarvatnspiltum sem létum vel að stjórn. Eftir þrjú ár á skólabekk og útskrift vorið 1979 ákvað þessi hópur að halda áfram að hittast reglulega og hefur það haldist alla tíð. Mánaðarlega hefur bekkurinn hist, fyrst

...