Viðtal við Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndara rataði á lista yfir mest lesnu menningarfréttir á vef breska fjölmiðilsins The Guardian í vikunni undir titli sem þýða má sem „Öll íslenska þjóðin í einu andliti: Besta ljósmynd Ragnars Axelssonar“
![RAX Guðjón í fjörunni við Dyrhólaey.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/8e7343ba-a922-47b1-85dc-007b09bc236d.jpg)
RAX Guðjón í fjörunni við Dyrhólaey.
— Ljósmynd/RAX
Viðtal við Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndara rataði á lista yfir mest lesnu menningarfréttir á vef breska fjölmiðilsins The Guardian í vikunni undir titli sem þýða má sem „Öll íslenska þjóðin í einu andliti: Besta ljósmynd Ragnars Axelssonar“.
Í viðtalinu segir RAX frá sögunni á bak við ljósmyndina af Guðjóni Þorsteinssyni bónda í Mýrdal. „Guðjón var frekar reiður þennan dag. Hann var að leita uppi mink sem hafði drepið æðarfuglana hans. Ljósmynd þessi átti svo eftir að leiða til tækifæra fyrir hann innan auglýsingageirans og í kvikmyndum,“ er haft eftir RAX.