Jafnvel þar sem vel er að verki staðið horfir illa með að halda í við framtíðina

Þessa dagana eru árvissar holur í vegum áberandi umræðu- og fréttaefni. Þessar holur geta verið svo djúpar að bílar stórskaddast við að þeim sé ekið ofan í þær og eru til marks um að viðhaldi vega hér á landi sé ábótavant.

Ekki er langt síðan skortur á orku og skömmtun á rafmagni var í fréttum. Á Íslandi stefnir í að framleiðsla á rafmagni dugi ekki til að uppfylla þörfina þótt uppsprettur endurnýjanlegrar orku séu nægar.

Í fyrra gerðist það líka að útsláttur á rafmagni á einum stað olli umtalsverðu tjóni í allt öðrum landshluta vegna þess að flutningskerfið hefur ekki verið endurnýjað sem skyldi.

Allt eru þetta bútar af heildarmynd innviða á Íslandi. Í nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins er farið yfir ástand innviða í landinu og horfur til

...