Meðan ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hversu mikill áhugi Kínverja var á Íslandi. En ég áttaði mig aldrei almennilega af hverju það var.
Mikil uppbygging er í farvatninu á Grænlandi.
Mikil uppbygging er í farvatninu á Grænlandi. — Morgunblaðið/Ómar

Eldur Ólafsson er stofnandi og forstjóri Amaroq Minerals sem nú gerist stórtækt í gullframleiðslu á Grænlandi. Fyrirtækið stefnir á framleiðslu fleiri málma úr jörðu á hinni gríðarstóru eyju, meðal annars svokallaðra fágætismálma sem eru grundvöllur að framleiðslu alls rafeindabúnaðar í heiminum í dag.

Eldur segir í samtali við Spursmál að mikil tækifæri felist í uppbyggingu á Grænlandi og að það sé staða sem Íslendingar eigi að horfa til og raunar einbeita sér að, líta megi á það sem þróunaraðstoð sem verið sé að beina í dag til ríkja langt frá Íslandi. Nær sé að líta til Grænlands og fjárfesta í Grænlandi, sem muni í fyllingu tímans skila sér til baka.

„Við þurfum að leggja í fjárfestingu, ríkið, sem er ekki stór. Við verðum að leyfa þeim að selja hreindýrakjöt til Íslands, þetta eru bara 50 þúsund

...