Einkasýning Emiliu Telese, Framsækin Eyðing – Progressive Decay, stendur nú yfir í Grafíksalnum hjá Íslenskri Grafík í Reykjavík. Segir í tilkynningu að um sé að ræða seríu stórra mónótýpa og mónóprenta sem séu unnin á fjölþynnur (e
Einkasýning Listakonan vinnur verk sín á fjölþynnur (e. polylaminate).
Einkasýning Listakonan vinnur verk sín á fjölþynnur (e. polylaminate).

Einkasýning Emiliu Telese, Framsækin Eyðing – Progressive Decay, stendur nú yfir í Grafíksalnum hjá Íslenskri Grafík í Reykjavík. Segir í tilkynningu að um sé að ræða seríu stórra mónótýpa og mónóprenta sem séu unnin á fjölþynnur (e. polylaminate). „Telese hóf verkið árið 2022 sem hluta af áframhaldandi rannsókn á tilfinningalegri merkingu efniviðar og hugmyndalegum mörkum prentlistar innan listsköpunar sinnar. Hún notar blek sem hún hefur unnið úr jarðvegi undan íslenskum jöklum, mold úr ítölskum skógum ásamt endurunnum fjölþynnum.“ Á sýningunni, sem stendur til 2. mars, eru textar eftir Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur, Gordon Dalton og Emiliu Telese.