Það var rétt hjá Obama þegar hann sagði við valdatöku Bidens að nú væri það meginverkefni Bidens að passa nú að ofgera sér ekki í embætti forseta. Biden taldi að þetta hefði verið rétt hjá Obama og var þess vegna dálítið undrandi að gamli forsetinn, sem var þó mun yngri en Biden, klappaði um leið á bak Bidens og flissaði svo í framhaldinu, sem var töluvert, og ekki síst þar sem Kamala Harris ætti raunar enn metið í þeirri grein.
Finnskri orrustuþotu ekið út úr sprengjuheldu flugskýli á Keflavíkurflugvelli.
Finnskri orrustuþotu ekið út úr sprengjuheldu flugskýli á Keflavíkurflugvelli. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Bandaríkin eru stór, mikil og víðfeðm, sem ekki er beinlínis frétt. En þess vegna er nokkurt undrunarefni hvernig einn maður, þótt forseti stórveldis sé, hefur náð að yfirgnæfa alla umræðu þar, og reyndar miklu víðar, frá því að hann var kjörinn í sitt mikla embætti í byrjun nóvember, nærri lokum síðasta árs. En Trump þurfti þó að bíða í rúmlega tvo mánuði eftir að fá að leggja hönd á biblíur og hafa eftir forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna texta því til áréttingar og einnig hétu þeir báðir á Guð og lofuðu honum eins og viðeigandi var, enda öll innsetningin á gömlum grunni og í góðum takti við stjórnarskrá landsins. Og þá kom lokasetningin: „Hjartanlega til hamingju, herra forseti,“ og tókust þeir þá í hendur, forsetar Hæstaréttar og Bandaríkjanna, og með því handtaki og húrrahrópum þar var allt klappað í stein, orðið óhrekjanlegt, hafið yfir allan vafa og með endingu til fjögurra ára.

Hafið

...