Brighton Yankuba Minteh reyndist hetja heimamanna.
Brighton Yankuba Minteh reyndist hetja heimamanna. — AFP/Glyn Kirk

Brighton skellti Chelsea, 3:0, í fyrsta leik 25. umferðar ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Brighton í gærkvöldi. Brighton-liðið er í áttunda sæti deildarinnar með 37 stig eftir sigurinn en Chelsea er í fjórða sæti með 43. Karou Mitoma kom Brighton yfir á 27. mínútu leiksins en Yankuba Minteh skoraði seinni tvö mörk liðsins, fyrra á 38. mínútu og það seinna á 63. Brighton-menn unnu einnig Chelsea á sama velli í enska bikarnum fyrir nákvæmlega viku, 2:1.