
Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Heimurinn stendur á tímamótum. Þróun gervigreindar, sívaxandi óstöðugleiki í alþjóðakerfinu og hnignun lýðræðislegra stofnana teikna upp framtíð sem minnir óþægilega mikið á dystópíska frásögn úr fortíðinni. Þegar George Orwell gaf út 1984 árið 1949 var verkið viðvörun, mynd af heimi þar sem alræðisvaldið hefur algjöra stjórn á hugsunum og lífi borgaranna. Spurningin sem við þurfum að velta fyrir okkur í dag er: Hvaða afleiðingar hefur það fyrir frelsi einstaklingsins og lýðræðislega framtíð okkar ef við látum þróun gervigreindar, alþjóðlegan óstöðugleika og hnignun lýðræðislegra stofnana halda áfram án aðgerða?
Ég hef oft hugleitt þessa spurningu síðastliðin ár, sérstaklega eftir að hafa sjálfur leikið Winston Smith í leikriti byggðu á 1984. Það var óhugnanlegt að lifa sig inn í tilveru manns sem reynir að halda
...