Vægi norðurslóða og N-Atlantshafs vex fyrir heimavarnir Bandaríkjanna dragi þau sig hernaðarlega í hlé í Evrópu til að auka fælingarmátt gegn Kína.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Þetta er vikan sem öryggismálaráðstefnan er haldin í München. Þar hafa vestrænir ráðamenn í stjórnmálum og hermálum komið saman árlega síðan 1963 til að ræða stöðu utanríkis- og varnarmála. Eftir að Sovétríkin hrundu sóttu stjórnendur Rússlands einnig ráðstefnuna.

Árið 2007 flutti Vladimir Pútín Rússlandsforseti ræðu í München sem síðan er talin upphaf að átakastefnu hans við vestrið. Meginboðskapurinn var að ríki heims ættu ekki að sætta sig við „einpóla“ heimsmynd, það er óskoraða forystu Bandaríkjanna, heldur ættu fleiri ríki að sýna mátt sinn og megin.

Ári síðar lagði Pútín undir sig tvö héruð

...