„Varist þér ok varist þér,/vindr er í lofti,“ segir í einni af draumvísum Sturlungu, úr draumi Jóns Grettissonar, og ber keim af Völuspá. Snæbjörn í Sandvík dreymdi að til hans kæmi dapurleg kona í dökkbláum kyrtli og þótt engin sé depurðin á…
— Morgunblaðið/Karítas

„Varist þér ok varist þér,/vindr er í lofti,“ segir í einni af draumvísum Sturlungu, úr draumi Jóns Grettissonar, og ber keim af Völuspá. Snæbjörn í Sandvík dreymdi að til hans kæmi dapurleg kona í dökkbláum kyrtli og þótt engin sé depurðin á myndinni og flíkin lopapeysa er sem andi örlagasögunnar um voldugustu höfðingjaættir 13. aldar, væringar þeirra og endalok þjóðveldisins svífi yfir vötnum.