![Bílstjórar Ásgeir Þór Ásgeirsson úr Grundarfirði og Veigar Arthúr Sigurðsson með brot úr blæðandi vegi sem þeir plokkuðu af trukkum sínum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/c14937ba-d67c-45cb-823c-7b3d9cc1dc9f.jpg)
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Viðsjár eru nú á vegum á Vesturlandi vegna bikblæðinga. Síðustu daga hefur verið milt í veðri og hitastig nokkrar gráður í plús. Við þær aðstæður losnar um undirlag vega og klæðninguna sem á þeim er. Losnað hefur um olíuborin stykki á vegunum svo þau festast í undirvögnum flutningabíla og á dekkjum. Komnir í áfangastað þurfa bílstjórar að fara í altæka hreinsun á bílunum og á ferð þarf að sýna fyllstu aðgæslu þegar bílar mætast svo tjörufyllt malarstykkin feykist ekki af trukkunum og lendi á fólksbílum sem koma úr gagnstæðri átt.
„Ég man ekki eftir ástandi líku þessu áður. Umferðin stöðvast fljótlega verði ekki gripið til aðgerða. Trukkarnir skemmast í þessum aðstæðum; lakkið rispast, ljós brotna og fleira,“ segir Veigar Arthúr Sigurðsson flutningabílstjóri. Hann hefur verið
...