![Stjórnklefinn Gunnar Guðmundsson flugstjóri og Guðrún Margrét Gísladóttir. Ferðin sl. miðvikudag var hálfur fjórði klukkutími og flognar voru alls um 850 sjómílur yfir skýjum að stærstum hluta. Landhelgina þarf að vakta vel.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/6b11f412-00fa-4d85-b200-d25b11486c3e.jpg)
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Miðvikudagur í annarri viku febrúar. Ofar skýjum í 8.000 fetum í TF-SIF; eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar, sem er af gerðinni Dash-8. Við erum miðja vegu milli Íslands og Grænlands. Flugmennirnir fara eftir markaðri stefnu og skipan dagsins. Stýrimenn á útkíkki eru í sambandi við skipstjóra á hafinu og stjórnstöð Gæslunnar. Radartæki og myndavélar sýna lönd, skip og annað í langri fjarlægð. Úthafið á tölvuskjá og ekkert mál að bregða upp stærri myndum af því sem skoða þarf betur; óþekktri skipaumferð, hafís, útskerjum eða hugsanlegri mengun.
„Hjá Gæslunni er víða flogið. Snemma í vikunni vorum við fyrir austan land og norðan og núna í vestri. Mér fellur þetta vel; áður var ég flugmaður á Airbus hjá Play en datt svo í lukkupottinn í fyrra þegar ég
...