En það minnir á mikilvægi þess að rifja upp söguna, í það minnsta annað veifið, þannig að Evrópumenn séu minntir á það hverjir þeir eru.
„… yfir morgunverðarboðinu hjá Mette hefur án efa einhver spurt í forundran hvað valdi því að „okkur“ sé sýnd önnur eins ósvífni …“
„… yfir morgunverðarboðinu hjá Mette hefur án efa einhver spurt í forundran hvað valdi því að „okkur“ sé sýnd önnur eins ósvífni …“ — Statsministeriet/Stine Tidsvilde

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Ögmundur Jónasson

ogmundur@ogmundur.is

Menn taka andköf yfir Donald Trump – eðlilega, full ástæða er til þess. Norrænir forsætisráðherrar (þeir sem eiga heimangengt) mæta í morgunmat hjá Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Mikið liggur við, Bandaríkjaforseti vilji komast yfir Grænland og fulltrúar hans séu farnir að ræða við Grænlendinga. Eignarréttur Dana sé að vísu viðurkenndur en þar fjari undan með þessu framferði.

Það fylgir sögunni að danski forsætisráðherrann segi Grænlendinga eiga að ráða örlögum sínum, enga aðra. Flesta grunar þó að þetta segi gamla nýlenduveldið með hálfum huga enda augljóst að Danir líta fyrst og fremst á þetta sem málefni Kristjánsborgarhallar sem ræða beri við evrópska valdamenn og að sjálfsögðu NATÓ – sem og

...