![Þorbjörn Broddason hefur alla tíð haft brennandi áhuga á fjölmiðlum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/50806498-5d1f-4e32-9c2e-c97a799cf0a8.jpg)
Jæja, Þorbjörn minn. Hér hefur þú smíðað nýyrði.“ Eitthvað á þessa leið sagði Gylfi Gröndal ritstjóri Alþýðublaðsins þar sem hann stóð yfir ungum blaðamanni á ritstjórninni.
„Nú, er það?“ svaraði blaðamaðurinn, Þorbjörn Broddason að nafni.
„Já, já, enginn hefur áður kallað popphljómsveitina vinsælu The Beatles Bítlana. Þú hefur búið til nýyrðið „bítill“. Mjög vel gert.“
Þorbjörn var á þessum tíma nýgræðingur í faginu; réð sig til starfa á Alþýðublaðinu sumarið 1963, strax að loknu stúdentsprófi, og vann þar fram á haustið 1964, að hann hélt utan til Edinborgar í framhaldsnám. „Mér þótti blaðamennska spennandi og fór að hitta Gylfa Gröndal en hann var þá að taka við Alþýðublaðinu. Hafði áður verið ritstjóri Vikunnar. Í
...