Ítalía Ferðast er til Flórens og Feneyja á hádegistónleikum á morgun.
Ítalía Ferðast er til Flórens og Feneyja á hádegistónleikum á morgun.

Grátur steinanna er yfirskrift hádegistónleika sem haldnir verða í Listasafni Einars Jónssonar á morgun, sunnudag. Söngvari er Ieva Sumeja sópran en Sólveig Thoroddsen leikur á barokkhörpu og Sergio Coto Blanco á teorbu og barokklútu. „Goðsagnakenndi tónsnillingurinn Orfeus gat heillað allt umhverfið með söng sínum og hljóðfæraleik. Þegar ítalskir menntamenn vildu endurskapa áhrif grískra harmleikja með nýjum tónlistarstíl um aldamótin 1600 var Orfeus þeim ofarlega í huga. Tónlistin sem varð til á Ítalíu í upphafi 17. aldar hefur að markmiði að hreyfa við áheyrandanum,“ segir í tilkynningu en í efnisskránni er ferðast til tveggja ítalskra borga – Flórens, þar sem feðginin Giulio og Francesca Caccini störfuðu við hertogahirðina, og svo Feneyja, en þar hljómaði tónlist eftir óperutónskáldið Francesco Cavalli og söngkonuna og tónskáldið Barböru Strozzi. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og aðgangseyrir er 3.000 kr.

...