![Plast Pappír víkur fyrir plasti á ný.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/c3650a46-07f7-4f16-afdb-fa183364eac3.jpg)
Plast Pappír víkur fyrir plasti á ný.
— Aric Baradat/AFP
Samkvæmt frétt CNN nota Bandaríkjamenn um 500 milljón sogrör á dag. Stærsti einstaki kaupandi er ríkið eða opinberar stofnanir þar í landi.
Forseti Bandaríkjanna Donald Trump hefur nú afnumið bann sem var í gildi gegn notkun á sogrörum úr plasti. Trump er sérstaklega illa við sogrör úr pappa sem hafa verið notuð eftir að bannið við plastinu var sett á. Nú er ákveðið að sogrörin úr pappa verði ekki lengur notuð á vegum opinberra stofnana.
Bent hefur verið á að líklega sé það ekki einungis andúð Trumps á pappanum sem ráði för heldur kosti slík sogrör um 12 bandarísk sent á meðan þau úr plasti kosti undir 2 sentum. mj@mbl.is