Skrifstofa Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sagðist í gær hafa fengið send nöfn þriggja gísla sem hafa verið í haldi á Gasasvæðinu og palestínsk samtök þar ætli að leysa úr haldi í dag. Alþjóðanefnd Rauða krossins, sem hefur komið að…
![Liri Albag var sleppt í janúar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/4493711e-9201-43f4-a878-4d4869a91d3e.jpg)
Liri Albag var sleppt í janúar.
Skrifstofa Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels sagðist í gær hafa fengið send nöfn þriggja gísla sem hafa verið í haldi á Gasasvæðinu og palestínsk samtök þar ætli að leysa úr haldi í dag.
Alþjóðanefnd Rauða krossins, sem hefur komið að skipulagningu skipta á gíslum og föngum í ísraelskum fangelsum, sagðist í yfirlýsingu í gær hafa miklar áhyggjur af ástandi þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa.
Móðir Liri Albag, sem sleppt var úr haldi Hamas-samtakanna í lok janúar, sagði við ísraelska fjölmiðla í gær að dóttir sín hefði stundum ekki fengið að borða dögum saman og einnig fengið dýrafóður. Þá hefðu henni verið sýnd myndskeið af því þegar karlkyns gíslar voru barðir.