Þúsundir listamanna krefjast þess að uppboðshúsið Christie’s hætti við væntanlegt uppboð, sem nefnist „Augmented Intelligence“, á listaverkum sem gerð hafa verið með aðstoð gervigreindar. ARTnews greinir frá því að þetta komi fram í bréfi til…
![Gerviheimur Uppboðið á listaverkunum á að fara fram á næstu dögum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/fd6666a5-09e3-4bf6-932a-f631d5472ef6.jpg)
Gerviheimur Uppboðið á listaverkunum á að fara fram á næstu dögum.
— Ljósmynd/Christie’s
Þúsundir listamanna krefjast þess að uppboðshúsið Christie’s hætti við væntanlegt uppboð, sem nefnist „Augmented Intelligence“, á listaverkum sem gerð hafa verið með aðstoð gervigreindar. ARTnews greinir frá því að þetta komi fram í bréfi til Christie’s sem hafi verið undirritað af tæplega 4.000 manns, en uppboðið á að fara fram dagana 20. febrúar til 5. mars. Listamennirnir Kelly McKernan og Karla Ortiz eru meðal þeirra sem undirrituðu bréfið, en þær halda því fram að verið sé að nota verk þeirra án leyfis. „Mörg af listaverkunum sem boðið verður upp á voru búin til með gervigreindarlíkönum sem eru þjálfuð með höfundavörðu efni án leyfis,“ segir í bréfinu.