Að leggjast inn á sjúkrahús er ekki álitið „hið besta mál“. En getur stundum reynst gæfuspor.
Sigurjón Benediktsson
Sigurjón Benediktsson

Sigurjón Benediktsson

Það var dag einn í janúarmánuði að litla hjartað mitt tók einhverja sjálfstæða ákvörðun og hóf að slá út og suður. Ekki var það notalegt og endaði með því að bróðir minn ók mér beint á Neyðarmóttökuna í Fossvogi.

Á bráðamóttökunni

Þar var margt að gerast. Maður með nefið rifið út við eyra, annar með blóðgusur í allar áttir, kona í krampaflogi, grátandi börn, full biðstofa, örþreytt starfsfólk, huggandi og líknandi innan um kösina. Mér var komið fyrir á ganginum.

Sjónarhornið var eins og úr íslenskri glæpamynd. Fólk sem hafði verið barið í klessu eða lent illa í hálkunni hljóðaði og bað um aðstoð. Ég með mitt litla hjarta og ómerkilega hjartsláttartruflun fylgdist með enda útsýnið óhindrað. Læknir leit til mín og svo hjúkrunarfræðingur, ég fékk pillu

...