Einu sinni vann ég með manni sem er kallaður Svenni. Sá eignaðist son. Þegar spurt var hvort hugmyndir væru uppi um nafn, svaraði Svenni: Við erum að spá í að skíra hann Svamp Sveinsson. Það er eitthvað sérlega vinalegt við nafn teiknimyndapersónunnar sem þarna var vísað til (ath

Svampur Sveinsson Teiknaður hryggleysingi af ættinni Porifera sem tekið hefur sér bólfestu í vitund þjóðar, ekki síst sakir snilldarþýðinga.
— Morgunblaðið/Eggert
Tungutak
Sigurbjörg Þrastardóttir
sitronur@hotmail.com
Einu sinni vann ég með manni sem er kallaður Svenni. Sá eignaðist son. Þegar spurt var hvort hugmyndir væru uppi um nafn, svaraði Svenni: Við erum að spá í að skíra hann Svamp Sveinsson.
Það er eitthvað sérlega vinalegt við nafn teiknimyndapersónunnar sem þarna var vísað til (ath. sonurinn fékk þó annað nafn) en um er að ræða skærgult svampdýr sem býr í Bikinibotnum (neðansjávar) ásamt liði á borð við Klemma krabba, Pétur krossfisk, Sigmar smokkfisk og Hörpu íkorna (já, íkorna). Það má sjá fyrir sér heim þeirra, þýðingarnar fóðra og bólstra þann heim.
Í sumar, þegar ég var að undirbúa spurningaleik
...