![Audrey Hepburn naut gríðarlegra vinsælda á sinni tíð.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/82ebf305-5a9d-4578-9327-ce5bda882977.jpg)
Hollywood-leikkonan Audrey Hepburn og glysrokkarinn Marc Bolan úr T. Rex eru meðal þeirra listamanna sem fá bláan veggskjöld hengdan upp við viðeigandi heimilisfang í Lundúnum á næstunni, samkvæmt vali góðgerðarsamtakanna English Heritage. Bolan fæddist í borginni en Hepburn ólst þar upp að hluta og bláu veggspjöldin, sem komu til sögunnar 1986, hafa það hlutverk að tengja einstök hús og heimili við fólk sem gert hefur garðinn frægan. „Fólk sem tekið hefur þátt í að móta höfuðborgina með verkum sínum“ var þemað að þessu sinni. „Frá bókmenntum og listum yfir í dans og tónlist, allt hefur þetta fólk tekið þátt í að móta Lundúnir eins og við þekkjum borgina í dag,“ sagði Matt Thompson, listrænn stjórnandi English Heritage. „Framlag þess hafði ekki aðeins djúpstæð áhrif á sviðið sem það starfaði á heldur veitir okkur enn innblástur.“