Sigríður Anna Þorgrímsdóttir (Anna Sigga) fæddist 15. ágúst 1947. Hún lést 31. janúar 2025. Útför Önnu Siggu fór fram 12. febrúar 2025.

Sigríður Anna tengdamóðir mín, eða Anna Sigga eins og hún var ávallt kölluð, var einstök kona.

Ég kynntist Önnu fyrir löngu þegar ég og konan mín byrjuðum að stinga saman nefjum, og tók hún alltaf á móti mér með brosi og hlýju. Anna var höfðingi heim að sækja, hvort sem það var þegar kom að mat eða ráðum og til Önnu var alltaf gott að leita.

Anna var kona sem kunni að njóta lífsins og skemmta sér. Hún hafði einstaka söngrödd, eins og allir vita, og var fræg barnastjarna.

Hún sýndi mikinn styrk og þrautseigju í veikindum sínum og mætti þeim með dugnaði og æðruleysi.

Minningar um Önnu eru margar og

...