JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á Öryggisráðstefnunni í München í Þýskalandi í gær, að ríki Evrópu yrðu að efla eigin varnir svo Bandaríkin gætu beint athygli sinni að öðrum heimshlutum, og að það væri mikilvægur þáttur í bandalagi…
München Selenskí og Vance funduðu í gær um stöðuna í Úkraínu og komandi friðarviðræður. Sögðu þeir báðir að fundurinn hefði verið góður.
München Selenskí og Vance funduðu í gær um stöðuna í Úkraínu og komandi friðarviðræður. Sögðu þeir báðir að fundurinn hefði verið góður. — AFP/Tobias Schwarz

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á Öryggisráðstefnunni í München í Þýskalandi í gær, að ríki Evrópu yrðu að efla eigin varnir svo Bandaríkin gætu beint athygli sinni að öðrum heimshlutum, og að það væri mikilvægur þáttur í bandalagi ríkjanna beggja vegna Atlantsála að Evrópa myndi styrkja eigin stöðu.

Vance sagði í ávarpi sínu að „nýr lögreglustjóri“ væri kominn í bæinn í Washington. „Og undir forustu Donalds Trumps kunnum við að vera ósammála viðhorfum ykkar en við munum berjast fyrir rétti ykkar til að lýsa þeim opinberlega,“ sagði Vance.

Hann sagði einnig að málfrelsi væri á undanhaldi í Evrópu og hvatti Evrópuríki til að breyta um stefnu í innflytjendamálum. Það vakti hörð viðbrögð hjá Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sem sagði á ráðstefnunni að varaforseti Bandaríkjanna hefði dregið lýðræðið í allri

...