![Skál Sandra og Stefán með Gabríelu dóttur sinni sem var hringaberi.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/ca658346-eb6c-4b87-96f5-9adfe642e67b.jpg)
Mikið var um að vera í Glerárkirkju á Akureyri í gær. Þá létu 16 pör gefa sig saman en boðið var upp á eins konar hraðgiftingar í tilefni Valentínusardagsins.
Prestarnir í Glerárkirkju tóku vaktir til skiptis í gær og þurftu raunar að sækja liðsauka frá Akureyrarkirkju til að hafa undan. Þannig tóku allir prestar á Akureyri þátt í þessum viðburði. Ástarlög hljómuðu á göngum kirkjunnar og allir voru í sínu fínasta pússi. Boðið var upp á myndabás fyrir brúðhjónin sem skreyttur var gullþema og bæði kirkjuverðir og prestar skáluðu svo með þeim að athöfn lokinni. Þá fengu hin nýgiftu hjón litla brúðkaupstertu sem þau gátu tekið með sér heim.
Sandra Rut Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur og Stefán Þór Þengilsson málari voru eitt paranna sem létu gefa sig saman í gær. Sandra Rut segir í samtali við Morgunblaðið að hjónavígslan
...