![](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/a2b92f69-dc80-49eb-bc99-33951d268da4.jpg)
— Morgunblaðið/Karítas
Útför Hallgríms B. Geirssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Árvakurs, fór fram frá Dómkirkjunni í gær.
Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng. Organisti var Elísabet Þórðardóttir, Þórður Árnason lék á gítar og Örnólfur Kristjánsson á selló. Félagar úr Vox Aurora sungu.
Líkmenn voru, frá vinstri: Geir Finnsson, Gestur Gunnarsson, Kári Finnsson, Pétur Gylfi Kristinsson, Björn H. Kristinsson, Sigríður Soffía Sigurjónsdóttir, Guðrún H. Ólafsdóttir og Geir Áslaugarson.
Fjölskylda og vinir Hallgríms fóru fallegum orðum um hann í minningargreinum í Morgunblaðinu í gær. Var honum lýst sem vönduðum manni, einstökum félaga, skemmtilegum og miklu ljúfmenni. Þá lýstu vinir hans einnig umburðarlyndi hans, góðri dómgreind og trygglyndi.