![Bankar Benedikt Gíslason bankastjóri Arion opnar á samrunaviðræður.](/myndir/gagnasafn/2025/02/15/3feb6edc-290c-44f0-911a-e09a91964e8b.jpg)
Arion banki hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Bréf þess efnis var sent í lok dagsins í gær til stjórnar Íslandsbanka sem svaraði um hæl að erindið væri móttekið.
Í tilkynningu Arion er talað um að hluthafar Íslandsbanka fái 5% yfirverð á markaðsvirði bankans þegar skiptihlutföll bankanna eru ákvörðuð. Við skiptihlutföllin yrði litið til meðalverðs síðustu 30 daga og tekið yrði tillit til breytinga á hlutafé bankanna með tilliti til arðgreiðslna og endurkaupa.
Arion vísar sérstaklega til Samkeppniseftirlitsins í bréfi sínu en ljóst þykir að þar á bæ verði menn ansi tregir til að samþykkja slíkan samruna þegar litið er til ákvörðunar eftirlitsins að undanförnu. Það mun því mæða mikið á Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins ef stjórnir bankanna ákveða að taka þetta verkefni áfram. Mögulega er þess
...