Haukar eru með fjögurra stiga forskot á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta eftir dramatískan sigur gegn Keflavík, 97:96, í 17. umferð deildarinnar í Keflavík í gær. Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Lore Devos voru stigahæstar hjá Haukum með 26 stig hvor
Hlíðarendi Njarðvíkingurinn Brittany Dinkins sækir að Valsaranum Önnu Mariu Kolyandrovu í leik Vals og Njarðvíkur á Hlíðarenda í gærkvöldi.
Hlíðarendi Njarðvíkingurinn Brittany Dinkins sækir að Valsaranum Önnu Mariu Kolyandrovu í leik Vals og Njarðvíkur á Hlíðarenda í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Körfuboltinn

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Haukar eru með fjögurra stiga forskot á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta eftir dramatískan sigur gegn Keflavík, 97:96, í 17. umferð deildarinnar í Keflavík í gær. Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Lore Devos voru stigahæstar hjá Haukum með 26 stig hvor.

Haukar eru með 28 stig og hafa unnið 14 leiki en liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum sínum. Keflavík er í fjórða sætinu með 22 stig en liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leik gærkvöldsins.

Jasmine Dickey var stigahæst hjá Keflavík með 34 stig og níu fráköst.

Ana Clara Paz var átti stórleik fyrir Stjörnuna þegar liðið vann nokkuð óvæntan sigur gegn Þór frá

...