Guðmundur Pétursson heldur tónleika í tilefni af útgáfu plötunnar Wandering Beings, sem kom út í nóvember, í Bæjarbíói fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20. Segir í tilkynningu að platan hafi fengið lofsamlegar viðtökur og að Guðmundur spili á gítar og…

Guðmundur Pétursson heldur tónleika í tilefni af útgáfu plötunnar Wandering Beings, sem kom út í nóvember, í Bæjarbíói fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20. Segir í tilkynningu að platan hafi fengið lofsamlegar viðtökur og að Guðmundur spili á gítar og syngi ásamt hljómsveit sem skipuð er trommu- og slag-
verksleikurunum Magnúsi Trygvason Eliassen og Kristni Snæ Agnarssyni, Ragnheiði Gröndal og Steingrími Teague sem spila á hljómborð og Andra Ólafssyni á bassa.