
Haukar eru í erfiðri stöðu eftir stórt tap gegn Hazena Kynzvart frá Tékklandi, 35:24, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta í Cheb í Tékklandi á laugardaginn en Sara Odden var markahæst hjá Hafnfirðingum með fimm mörk.
Tékkarnir byrjuðu leikinn mikið mun betur og skoruðu sex fyrstu mörkin. Haukar náðu að minnka forskotið í þrjú mörk, 8:5, en Tékkarnir leiddu 17:11 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var svo eign tékkneska liðsins sem komst tíu mörkum yfir, 23:13, eftir tíu mínútna leik. Tékkneska liðið náði mest 14 marka forskoti í leiknum þegar sex mínútur voru til leiksloka en Haukum tókst að laga stöðuna á lokamínútunum.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Alexandra Líf Arnarsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Hauka en síðari leikur liðanna fer fram á
...