
Bragi Jóhannsson fæddist á Dalvík 29. september 1939. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð 24. janúar 2025.
Foreldrar hans voru Jóhann S. Sigurðsson sjómaður, f. 1912, d. 1987, og Ester Lárusdóttir verkakona, f. 1918, d. 2010. Bróðir hans var Sólberg Jóhannsson, f. 1944, d. 1963.
Eiginkona hans er Áslaug Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1943. Börn þeirra eru: 1) Þóra Ester, f. 1968, hennar maki er Sverrir G. Pálmason, f. 1967, og þeirra börn Baldur og Kristín Ása. 2) Hanna Björk, f. 1971, hennar börn eru Samúel Jóhann og Ester María. 3) Bergur Már, f. 1978, hans börn eru Bragi og Anna.
Bragi gekk í skóla á Dalvík og tók þar landspróf og fór síðan í Samvinnuskólann á Bifröst. Hann fluttist eftir það til Akureyrar og vann lengst af við skrifstofustörf hjá KEA.
...