Sigurbjörg Jóna Gestsdóttir fæddist 19. júlí 1945. Hún lést 17. janúar 2025.

Útför hennar fór fram 27. janúar 2025.

Elsku Sissa mín.

Þá ertu loksins búin að finna frið eftir allan þennan tíma, og allt þetta strögl. Þó mér finnist það næstum hafa gerst í gær að ég hafi hitt þig og yndislega dóttur þína eru engu að síður tuttugu ár liðin. Það verður að segjast að ég fékk aldrei að kynnast þér eins vel og skyldi. Ekki löngu eftir fyrstu kynni okkar fór að bera á þeim einkennum sem skrifuðust svo á alzheimer.

Þó að persónuleikar okkar hafi á margan hátt verið eins ólíkir og hugsast getur get ég samt auðveldlega sagt að okkur hafi komið hreinlega ágætlega saman. Þú hafðir gaman af því þegar ég sló á létta strengi, og matgæðingurinn ég kunni afskaplega vel að

...