Leiðtogar nokkurra af helstu ríkjum Evrópu munu funda í París í dag til þess að ræða stöðuna í Úkraínu og öryggi í Evrópu í kjölfar öryggisráðstefnunnar sem fram fór í München um helgina. Einn af ráðgjöfum Macrons sagði í gær við AFP-fréttastofuna…

Úkraínustríðið Úkraínskur hermaður við æfingar í Donetsk-héraði.
— AFP&Genya Savilov
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Leiðtogar nokkurra af helstu ríkjum Evrópu munu funda í París í dag til þess að ræða stöðuna í Úkraínu og öryggi í Evrópu í kjölfar öryggisráðstefnunnar sem fram fór í München um helgina.
Einn af ráðgjöfum Macrons sagði í gær við AFP-fréttastofuna undir nafnleysi að staðan væri sú að Evrópumenn þyrftu að gera meira, betur og á samhæfðari hátt þegar kæmi að sameiginlegum vörnum álfunnar.
Þjóðarleiðtogar Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Póllands, Spánar, Hollands og Danmerkur mæta til fundarins í París í dag, en einnig verða Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Antonio Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins á fundinum.
...