
Meirihlutaviðræðurnar sem nú standa yfir í höfuðborginni eru á ýmsan hátt óvenjulegar og ekki að furða að það fari um marga borgarbúa sem sjá fyrir sér pólitísk hrossakaup á alveg nýjum skala. Þátttakendur í viðræðunum eru fimm, þar af tveir flokkar sem eru nýlega dottnir af þingi og einn sem hefur gert ítrekaðar árangurslausar tilraunir til að koma sér upp þingmönnum.
Allir þessir flokkar, ekki síst Píratar og Vinstri grænir, reyna nú í örvæntingu að gera sig gildandi í hugum kjósenda, en að óbreyttu eru verulegar líkur á að þeir missi sveitarstjórnarmenn sína á næsta ári, hverfi og gleymist.
Flokkur fólksins er þátttakandi í þessum viðræðum á forsendum sem kjósendur flokksins hljóta að furða sig á. Hinir flokkarnir fjórir hafa beitt sér með mjög ólíkum hætti í borgarmálum og er vandséð um hvað þeir ætla að sameinast án þess að Flokkur fólksins stórskaði sig og gjaldi fyrir í komandi kosningum.
Köngulóin í miðjum þessum vef er svo Samfylkingin sem ætlar
...