
Sigurður Oddsson
Meirihluti borgarstjórnar hefur lengi viljað breyta flugvallarsvæðinu í íbúðarhverfi og fá meira en 100-150 milljarða fyrir lóðasölu og í gatnagerðargjöld. Í því sambandi finnst þeim ríkið, sem gaf Reykjavík flugvallarsvæðið, bara geta byggt nýjan flugvöll fyrir 150-200 milljarða.
Atlaga að flugvellinum byrjaði með því að borgarstjóri lokaði neyðarflugbrautinni og úthlutaði í hvelli lóðum á Valsarasvæðinu. Hann var varaður við og svaraði að ekki væri hægt að taka lóðirnar til baka, því að þá fengi borgin skaðabótakröfur frá verktökum. Síðan hefur hann stöðugt reynt að þrengja að fluginu með óafturkræfum framkvæmdum. Nú seinast með göngu-, hjóla- og strætóbrú yfir Fossvog, sem er bönnuð bílum.
Rögnunefndin átti að meta hvert nokkurra flugvallarstæða væri best fyrir nýjan flugvöll
...