Liverpool er með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar 13 umferðum er ólokið en liðið vann nauman sigur gegn Wolves, 2:1, í 25. umferð deildarinnar á Anfield í Liverpool í gær

England

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Liverpool er með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar 13 umferðum er ólokið en liðið vann nauman sigur gegn Wolves, 2:1, í 25. umferð deildarinnar á Anfield í Liverpool í gær.

Liverpool byrjaði leikinn af krafti og Luis Díaz kom Liverpool yfir strax á 15. mínútu áður en Mohamed Salah bætti við öðru marki Liverpool á 37. mínútu úr vítaspyrnu en hann er markahæstur í deildinni með 22 mörk.

Matheus Cunha minnkaði muninn fyrir Wolves á 67. mínútu en lengra komust Úlfarnir ekki og Liverpool fagnaði mikilvægum sigri í toppbaráttunni.

 Liverpool, undir stjórn Hollendingsins Arnes Slots, hefur fengið 60 stig

...