Í bókinni Nú blakta rauðir fánar rekur sagnfræðingurinn Skafti Ingimarsson sögu kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918-1968. Í bókinni dregur hann upp mynd af starfsemi kommúnista og sósíalista um land allt og leiðir ýmis rök að því …

Hlutlægur Sagnfræðingurinn Skafti Ingimarsson hefur rannsakað sögu hreyfingar kommúnista á Íslandi.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Í bókinni Nú blakta rauðir fánar rekur sagnfræðingurinn Skafti Ingimarsson sögu kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918-1968. Í bókinni dregur hann upp mynd af starfsemi kommúnista og sósíalista um land allt og leiðir ýmis rök að því af hverju kommúnistar voru mun áhrifameiri hér á landi en í hinum ríkjum Norðurlandanna, að Finnlandi frátöldu.
Í viðtali í Dagmálum segist Skafti hafa verið að fást við þetta efni meira og minna frá því hann hóf sitt háskólanám og þegar kom að doktorsnáminu hóf hann að safna markvisst efni í doktorsritgerð sem hann lauk við 2018. Covid kom í veg fyrir að bókin kæmi út þá, en hún kom svo út nú stuttu fyrir síðustu jól.
Umræðan um stjórnmálasögu áranna frá
...