Á Íslandi telur sóttvarnalæknir eldri borgurum fyrir bestu að þiggja mRNA-sprauturnar áfram þrátt fyrir vissu færustu lækna um skaðsemi efnanna
Helgi Örn Viggósson
Helgi Örn Viggósson

Þorgeir Eyjólfsson og Helgi Örn Viggósson

Sérfræðingaskýrsla forsætisráðherra Alberta-fylkis í Kanada um hvernig til tókst með ráðstafanir sóttvarna fylkisins á tímum Covid-19 er ítarleg og kemur til með að verða yfirvöldum víða um heim gagnleg til að forðast endurtekningu mistaka við ákvörðun sóttvarna þegar næsti faraldur gengur yfir. Hér á landi er mikilvægt að yfirvöld kynni sér skýrsluna og dragi af henni lærdóm þar sem Ísland kemur illa út í alþjóðlegum samanburði um árangur sóttvarna á tímum Covid-19. [1,2] Skýrsla OECD sýndi Ísland með annað hæsta hlutfall dauðsfalla í Evrópu í aldurshópnum 44 ára og yngri á árunum 2020 til 2022 að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta og að landið var með 11,5% aukningu á dánartíðni á milli áranna 2021 og 2022 á sama tíma og flest lönd sýndu fækkun dauðsfalla. Þá liggur fyrir að Ísland var með annað hæsta hlutfall umframdauðsfalla Evrópuþjóða á árinu 2022

...