Björgvin fæddist 1. febrúar árið 1964. Hann lést 23. janúar 2025. Útför Björgvins fór fram 3. febrúar 2025.

Sú var tíð að öll mið voru tekin af föstum punktum á láði og legi – af fjöllum, klettum, eyjum og skerjum. Óhaggandi vitar sem tíminn hefur reynt að buga með allri sinni náttúru; ofsaveðri og vindum. Skipshólmi, Bökur, Friðarsker, Leiðarhafnarhólmi og Skálasker; í okkar skilningi eilífar vörður sem kvikan lemur á dag eftir dag, ár eftir ár, öld eftir öld.

Fyrir mér var Björgvin Hreinsson samskonar fasti, klettadrangur sem stóð upp úr lífsins brimi, samtvinnaður vopnfirskri menningu og sögu á svo sérstakan hátt að hann var sem mennskt örnefni í Vopnafirði. Og sama hversu harkalega öldurótið barðist við að brjóta hann niður, hann stóð alltaf keikur þegar á reyndi – og brosti.

Ég kynntist

...