Albert Jónsson, sérfræðingur i varnarmálum, segir að ráðstefnan í München hafi verið skörp áminning til Evrópu um stöðuna. „Það er eins og Evrópumennirnir hrökkvi við," segir Albert og bætir við að skilaboð Bandaríkjanna hafi verið mjög…

Albert Jónsson, sérfræðingur i varnarmálum, segir að ráðstefnan í München hafi verið skörp áminning til Evrópu um stöðuna. „Það er eins og Evrópumennirnir hrökkvi við," segir Albert og bætir við að skilaboð Bandaríkjanna hafi verið mjög skýr um að þeir þurfi núna að einbeita sér að baráttunni við Kína. Sú barátta skipti Bandaríkin öllu máli og hún kemur í veg fyrir að Bandaríkin geti áfram borið hitann og þungann af vörnum Evrópu

„Mér finnst það standa upp úr að Evrópa verður að taka á sig stærri hlut í vörnum Evrópu. Það er reyndar búið að tala um það í áratugi. Ástæðan er ekki bara sú að Bandaríkjamenn nenni ekki lengur að standa í þessu lengur eða þeir hafi ekki ráð á því, heldur er hún sú að alþjóðakerfið hefur tekið grundvallarbreytingum og Evrópa er ekki þungamiðja alþjóðakerfisins lengur,“ segir Albert.

Hann bætir við að

...